Nýjar kröfur í sjálfbærni- upplýsingagjöf - Náttúra og lífríki

11. apríl 2024 frá klukkan 09:00 til 11:00
í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35


Með nýju regluverki ESB um sjálfbærniupplýsingar (CSRD) kemur aukin áhersla á upplýsingagjöf fyrirtækja um áhrif á lífríki og náttúru í allri virðiskeðjunni auk upplýsinga um hæði og áhættur vegna minnkandi náttúrugæða heimsins.
Á þessari málstofu fáum við sérfræðinga á sviði líffræðilegrar fjölbreytni til að fara yfir sviðið, skilgreina hugtök sem eru fyrir okkur flestum óþekkt en nauðsynleg til að skilja þær kröfur sem á okkur eru nú settar.


James d’Ath sérfræðingur TNFD (Taskforce on Nature Related Financial Disclosures) mun segja okkur frá vinnu TNFD og viðmiðum TNFD um upplýsingagjöf og greiningu á áhrifum á náttúru ásamt áhættu og tækifærum tengdum breytingum á náttúru. Auk þess fáum við að heyra frá íslenskum fyrirtækjum um þau góðu verkefni sem þegar eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi til verndunar og uppbyggingar á íslenskri náttúru. Nánari dagskrá auglýst síðar. Láttu þig ekki vanta á þennan viðburð! Takmarkað sætaframboð.

Skráning er þegar hafin!

Register

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Thank you for your interest.
Registraton is now closed.